Eftir að hafa lesið svona kjaftæði er ég ekki viss um hvort mig langi á Píslargönguna. Mig langar vissulega til að sjá hana út af fornmálunum sem eiga að vera töluð í henni en það er á mörkunum að maður nenni að fara til að horfa upp á e-a gígantíska upphafningu á krosslafrinum. Jæja, ætli ég endi samt ekki á því að skella mér, þótt ekki sé nema til þess eins að sjá hvernig menn höndla latínuna og grískuna ...
Annars skrifaði ég grein á vantrúna í dag. Ótrúlegt hverju maður nennir þegar maður á einmitt að vera að gera e-ð allt annað. Greinin var hugsuð sem stæling á texta eftir einn mesta töffara íslenskrar ljóðagerðar, Dag Sigurðarson. Þegar upp var staðið átti hún auðvitað ekki sjens í Daginn, en það má alltaf reyna.
laugardagur, 17. janúar 2004
mánudagur, 22. desember 2003
miðvikudagur, 17. desember 2003
Fór í klippingu fyrir viku. Ein manneskja tók eftir því.
Meira að segja mamma klikkaði, það fyrsta sem hún spurði mig eftir að ég kom úr klippingunni var hvort ég ætlaði ekki í klippingu ...
Meira að segja mamma klikkaði, það fyrsta sem hún spurði mig eftir að ég kom úr klippingunni var hvort ég ætlaði ekki í klippingu ...
þriðjudagur, 9. desember 2003
föstudagur, 5. desember 2003
Egósentrík dagsins:
Eyjólfur bróðir með einkunnablaðið sitt frá alþjóðlega skólanum úti í Mósambík sem bakgrunnsmynd á PC-tölvu heimilisins. Ekki það að hann þurfi e-ð að skammast sín fyrir tölurnar á blaðinu, síður en svo, en flestum fyndist þetta kannski fulllangt gengið ...
Eyjólfur bróðir með einkunnablaðið sitt frá alþjóðlega skólanum úti í Mósambík sem bakgrunnsmynd á PC-tölvu heimilisins. Ekki það að hann þurfi e-ð að skammast sín fyrir tölurnar á blaðinu, síður en svo, en flestum fyndist þetta kannski fulllangt gengið ...
miðvikudagur, 3. desember 2003
Suss, fann ritgerð um aukafallsfrumlög í íslensku að fornu og nú mun ég ekki geta slitið mig frá þessari snilld fyrr en allt málvísindalesefni á netinu hefur verið innbyrt. Jólaprófin eiga örugglega eftir að fara til andskotans.
Nei, það gengur ekki, verð að hemja sjálfan mig. Nota þetta bara sem gulrót, má lesa eina málvísindagrein eftir hvert próf en verð að lesa vel fyrir prófin í staðinn. Meðal þess sem bíður mín eru greinar um framgómun og aðblástur, lengd samhljóða í íslensku, sögulega setningafræði og þágufallssýki ... Get ekki beðið ...
Nei, það gengur ekki, verð að hemja sjálfan mig. Nota þetta bara sem gulrót, má lesa eina málvísindagrein eftir hvert próf en verð að lesa vel fyrir prófin í staðinn. Meðal þess sem bíður mín eru greinar um framgómun og aðblástur, lengd samhljóða í íslensku, sögulega setningafræði og þágufallssýki ... Get ekki beðið ...
miðvikudagur, 26. nóvember 2003
Er Golden Promises með Pelican besta íslenska dægurlagið? Jah, gott ef ekki, a.m.k. kemst það auðveldlega inn á topp tíu. Fljótlega á hæla þess fylgir síðan Amnesia með sömu hljómsveit ...
Ef ég ætti annars að taka saman topp 10 listann yfir bestu íslensku dægurlögin, sem ég hef heyrt, lenti ég í miklum vandræðum. Vandræðin fælust reyndar aðallega í því að velja úr þeim lögum Þursaflokksins sem ættu skilið að komast inn, en mig grunar að þau séu aðeins of mörg fyrir svo stuttan lista. Mörgum lögum Megasar væri líka erfitt að hafna.
Ef ég ætti hins vegar að búa til topp 10 lista yfir uppáhaldsíslensku dægurlögin, en mætti aðeins nefna eitt lag með hverjum flytjenda, liti listinn e-n veginn svona út (raðað í tímaröð, það fyrsta ekki endilega það besta):
Golden Promises (með Pelican, af Uppteknum, 1974)
Gamla gasstöðin við Hlemm (með Megasi, af Fram & aftur blindgötuna, 1976)
Í dvala (með Eik, af Hríslunni og straumnum, 1977)
Skriftagangur (með Þursaflokknum, af Þursabiti, 1979)
Talandi höfuð (með Spilafíflum, af Rokk í Reykjavík, 1982)
Við getum allt (eftir Hilmar Oddsson, af Eins og skepnan deyr, 1985)
Sex að morgni (með Bubba, af Frelsi til sölu, 1987)
Another you (með Bang Gang, af You, 1998)
Púsl (með Sesari A ásamt Skapta Ólafs, af Rímnamíni, 2002)
Sálarstríð (með Afkvæmum guðanna, 2002..?)
Hmm, vissulega nokkuð steiktur listi, en þetta eru lögin sem mér detta í hug í augnablikinu. Taka verður tillit til þess að ég hef ég alls ekki hlustað nógu mikið á íslenska dægurtónlist þannig að það er ekkert ólíklegt að e-r laganna hér að ofan eigi eftir að víkja fyrir núverandi óheyrðum lögum ...
Ef ég ætti annars að taka saman topp 10 listann yfir bestu íslensku dægurlögin, sem ég hef heyrt, lenti ég í miklum vandræðum. Vandræðin fælust reyndar aðallega í því að velja úr þeim lögum Þursaflokksins sem ættu skilið að komast inn, en mig grunar að þau séu aðeins of mörg fyrir svo stuttan lista. Mörgum lögum Megasar væri líka erfitt að hafna.
Ef ég ætti hins vegar að búa til topp 10 lista yfir uppáhaldsíslensku dægurlögin, en mætti aðeins nefna eitt lag með hverjum flytjenda, liti listinn e-n veginn svona út (raðað í tímaröð, það fyrsta ekki endilega það besta):
Golden Promises (með Pelican, af Uppteknum, 1974)
Gamla gasstöðin við Hlemm (með Megasi, af Fram & aftur blindgötuna, 1976)
Í dvala (með Eik, af Hríslunni og straumnum, 1977)
Skriftagangur (með Þursaflokknum, af Þursabiti, 1979)
Talandi höfuð (með Spilafíflum, af Rokk í Reykjavík, 1982)
Við getum allt (eftir Hilmar Oddsson, af Eins og skepnan deyr, 1985)
Sex að morgni (með Bubba, af Frelsi til sölu, 1987)
Another you (með Bang Gang, af You, 1998)
Púsl (með Sesari A ásamt Skapta Ólafs, af Rímnamíni, 2002)
Sálarstríð (með Afkvæmum guðanna, 2002..?)
Hmm, vissulega nokkuð steiktur listi, en þetta eru lögin sem mér detta í hug í augnablikinu. Taka verður tillit til þess að ég hef ég alls ekki hlustað nógu mikið á íslenska dægurtónlist þannig að það er ekkert ólíklegt að e-r laganna hér að ofan eigi eftir að víkja fyrir núverandi óheyrðum lögum ...
mánudagur, 24. nóvember 2003
laugardagur, 22. nóvember 2003
Fór í kórteiti til Davíðs Halldórs Kristjánssonar í gærkvöldi. Hún heppnaðist gríðarvel, spjallað og dansað langt fram á nótt.
Fékk tvær plötur lánaðar úr plötusafni Kristjáns, föður Davíðs. Annars vegar fékk ég plötuna Uppteknir með Pelican en hins vegar Speglun með Eikinni. Ég veit að sú fyrri hefur verið gefin út á diski en Speglunin hefur því miður aldrei komist á disk. Eftir fyrstu hlustun á henni heyrist mér hún þó ekki vera síðri en seinni stóra Eikarplatan, Hríslan og straumurinn, en sú hefur verið endurútgefin á diski. Núna neyðist ég því til að setja Speglunina á disk sjálfur en hún er auðvitað gjörsamlega ófáanleg.
Fékk tvær plötur lánaðar úr plötusafni Kristjáns, föður Davíðs. Annars vegar fékk ég plötuna Uppteknir með Pelican en hins vegar Speglun með Eikinni. Ég veit að sú fyrri hefur verið gefin út á diski en Speglunin hefur því miður aldrei komist á disk. Eftir fyrstu hlustun á henni heyrist mér hún þó ekki vera síðri en seinni stóra Eikarplatan, Hríslan og straumurinn, en sú hefur verið endurútgefin á diski. Núna neyðist ég því til að setja Speglunina á disk sjálfur en hún er auðvitað gjörsamlega ófáanleg.
föstudagur, 21. nóvember 2003
Hitti Elías Davíðsson á gangi niðri í bæ. Hann rétti mér nokkur stykki af lygadollaranum. Á honum eru hinir ýmsustu tenglar á síður sem tækla 11.september og stríðið gegn hryðjuverkum. Mæli með því að fólk kynni sér hann.
Af hverju ganga Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson ekki með hauspoka? Þeir eru örugglega rosalega spældir að búa ekki í Afríku, þeir hefðu farið létt með að toppa ráðherralið Mósambík í spillingu ...
fimmtudagur, 20. nóvember 2003
þriðjudagur, 18. nóvember 2003
Hebreskan fer loksins að verða skemmtileg. Í dag lærðum við um hið yndislega fyrirbrigði „accusatiuus hreyfingarinnar til“ (accusatiuus = þolfall) í hebresku. Hann er þekktur bæði í latínu og grísku en það kemur manni vissulega nokkuð á óvart að hann skuli einnig vera til staðar í hebreskunni, sem er með öllu óskyld indóevrópsku málunum.
„Accusatiuus hreyfingarinnar til“ í hebresku hefur það umfram þá í latínunni og grískunni að hann hefur sérstakt nafn, „He Locale“, en það á sér þær málsögulegu skýringar að grammatíkerar fornaldar gerðu sér ekki grein fyrir því að þetta væri accusatiuus því að öðru leyti er accusatiuusinn, sem var í fornsemitískunni, með öllu horfinn í hebresku gamla testamentsins. Hann er hins vegar enn til staðar í öðrum semitískum málum, s.s. arabísku.
Aah, nóg komið af fornmáladeildarbloggi í bili.
„Accusatiuus hreyfingarinnar til“ í hebresku hefur það umfram þá í latínunni og grískunni að hann hefur sérstakt nafn, „He Locale“, en það á sér þær málsögulegu skýringar að grammatíkerar fornaldar gerðu sér ekki grein fyrir því að þetta væri accusatiuus því að öðru leyti er accusatiuusinn, sem var í fornsemitískunni, með öllu horfinn í hebresku gamla testamentsins. Hann er hins vegar enn til staðar í öðrum semitískum málum, s.s. arabísku.
Aah, nóg komið af fornmáladeildarbloggi í bili.
mánudagur, 17. nóvember 2003
Húrra! Þá hefur bloggið tekið á sig nýja og ferska mynd og kr-ingar og annar óþjóðalýður getur loksins andað léttar. Hið nýja mósambíska útlit tók þónokkurn tíma í vinnslu þótt notast hafi verið við grunninn af gamla blogginu. Sérstaklega var nostrað við fyrirsögnina enda þykir hún ákaflega ólæsileg og óþægileg á að líta. Gott mál.
Tenglar hafa verið uppfærðir, nokkrum nýjum og góðum verið bætt við en aðrir hafa horfið (auðvitað algjör óþarfi að tengja á þá). Enn aðrir hafa svo verið endurlífgaðir. Tenglarnir hafa einnig verið flokkaðir upp á nýtt í samræmi við breyttar aðstæður ...
Já, þá er þessu uppfærslu- og tenglabloggi lokið. Óskandi að maður fari að blogga e-ð af viti í framhaldinu.
Tenglar hafa verið uppfærðir, nokkrum nýjum og góðum verið bætt við en aðrir hafa horfið (auðvitað algjör óþarfi að tengja á þá). Enn aðrir hafa svo verið endurlífgaðir. Tenglarnir hafa einnig verið flokkaðir upp á nýtt í samræmi við breyttar aðstæður ...
Já, þá er þessu uppfærslu- og tenglabloggi lokið. Óskandi að maður fari að blogga e-ð af viti í framhaldinu.
sunnudagur, 16. nóvember 2003
miðvikudagur, 12. nóvember 2003
Lífið er findið. Já, of findið til að hægt sé að skrifa það með tvöföldu (e-r verður líka að skrifa það með einföldu víst að búið er að replasera BD).
Í tilefni af því kemur hér tilvitnun eftir langflottasta ljóðskáld Íslendinga:
„Maður skítur með einföldu, og maður skýtur með tvöföldu.“
Sá sem veit hvert ljóðskáldið er fær, jah, svo sem ekki rassgat frá mér en hann hækkar samt gríðarlega í áliti, auk þess sem það er nú alltaf gaman að svara laufléttum spurningum ...
Í tilefni af því kemur hér tilvitnun eftir langflottasta ljóðskáld Íslendinga:
„Maður skítur með einföldu, og maður skýtur með tvöföldu.“
Sá sem veit hvert ljóðskáldið er fær, jah, svo sem ekki rassgat frá mér en hann hækkar samt gríðarlega í áliti, auk þess sem það er nú alltaf gaman að svara laufléttum spurningum ...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)