Þegar ég var tólf ára fékk ég í jólagjöf frá frændfólki mínu diskinn OK Computer með Radiohead. E-ð leist mér illa á hann og fór því og skipti honum.
Núna finnst örugglega mörgum það hafa verið mikil mistök hjá mér. Málið er hins vegar að ég skipti honum í Drög að sjálfsmorði með Megasi og Sjálfsmorðssveitinni. Voru það góð eða slæm skipti? Ég get ómögulega metið það sjálfur, en hallast þó að því að það hafi verið skynsamleg skipti upp á seinni tíma að gera, þótt ég hafi án efa ekki gert mér grein fyrir því þá. Núna þekki ég nefnilega báða diskana mjög vel, þar sem ég hef að sjálfsögðu náð mér í Ok Computer núna. Ef ég hefði ekki skipt honum yfir í Drögin á sínum tíma má líklegt telja að ég þekkti þann disk ekki mikið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)