Hlutir sem ég ætti ekki að tala um:
Máladeild vs. stærðfræðideild
Gagnsemi og gæði frönskukennslu
Hvalveiðar
Stríðsrekstur
Kárahnjúkavirkjun
Ef ég ræði þessa hluti við e-a sem eru mér algjörlega ósammála verð ég nánast undantekningarlaust bálreiður og sár, skiljandi ekki af hverju viðmælendur mínir taka ekki sönsum og hlusta á rök mín, og enda iðulega með kökkinn í hálsinum eftir langt rifrildi.
Viðmælendum mínum mun kannski finnast þetta smámál og ekkert til að æsa sig yfir en það á ekki við um mig. Því miður tekst mér samt aftur og aftur að lenda í umræðum um þessi mál.
miðvikudagur, 8. október 2003
þriðjudagur, 7. október 2003
Dreymdi í nótt að ég væri búinn með MR og vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Fékk skyndilega tilboð um að fara til Japan í sex vikur í söngnám, áður en ég myndi byrja að vinna. Sló að sjálfsögðu til. Þegar ég var kominn á staðinn var hellingur af ólíklegustu MR-ingum á staðnum, sem ég hafði ekki hugmynd að væru að læra að syngja. Svo töluðu allir íslensku þarna og ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Ætlaði mér örugglega að læra japönsku á sex vikum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)