Jæja, þá er ég búinn að taka könnunina á Political Compass árlega síðustu þrjú ár. Niðurstöðurnar eru þessar:
1. maí 2002:
Economic Left/Right: -5.12
Authoritarian/Libertarian: -6.82
1. maí 2003:
Economic Left/Right: -7.62
Authoritarian/Libertarian: -7.38
1. maí 2004:
Economic Left/Right: -9.00
Social Libertarian/Authoritarian: -7.54
Það þarf líklegast ekki að taka það fram en ég er frekar ánægður með þróunina. Hélt að niðurstöðurnar 2003 væru „skekktar“ vegna áhrifa frá Alþingiskosningunum en svo reyndist sem betur fer ekki vera. Held samt að þróunin til vinstri bendi ekki til gjörbreyttra skoðana heldur meiri sannfæringar. Þar sem könnunin snýst um veigamikil mál þá merki maður núna frekar í „strongly agree/disagree“ heldur en „agree/disagree“ og komi þ.a.l. öfgafyllri út úr könnuninni.
fimmtudagur, 29. apríl 2004
Vegna öryggisveilna í rss-kerfi molanna hefur reynst nauðsynlegt að fjarlægja færslu frá 4. apríl, og verður hún aðgengileg þeim fjölmörgu sem þegar eru orðnir háðir henni hér. Kerfið höndlaði því miður ekki hið kyrrelíska letur og olli það því að vonbrigðabloggið var alltaf efst á molunum þótt ekkert hafi verið skrifað á það í fleiri ár. Microsoft og EJS hafa verið sett í málið.
Vegna áhrifa kenndra við tvo úlfa sá undirritaður sér hins vegar ekki fært um annað en að fjarlægja bloggfærsluna. Hann vill um leið þakka Dvergnum samstarfið.
Vegna áhrifa kenndra við tvo úlfa sá undirritaður sér hins vegar ekki fært um annað en að fjarlægja bloggfærsluna. Hann vill um leið þakka Dvergnum samstarfið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)