„Þetta eru sumarlitirnir. Ferskir vindar félagshyggju og umhverfisverndar blása.“
- Helgi Hrafn Guðmundsson, holyraven.blogspot.com, um litadýrðina á Einhverju öðru.
laugardagur, 3. maí 2003
fimmtudagur, 1. maí 2003
Stórtónleikar UVG heppnuðust annars alveg gríðarlega vel, eða a.m.k. það sem ég sá af þeim. Fór því miður eftir aðeins hálfa tónleika en náði þó Engu kjaftæði sem voru í roknastuði. Hitti m.a. Gneistann á tónleikunum og tók auðvitað í spaðann á honum en það hef ég ekki gert áður. Sá nú ekki myndavélina í fljótu bragði ...
Þegar ég yfirgaf staðinn var húsið svo orðið troðfullt og stemmingin eftir því.
Vegna tónleikanna fær Caesarinn og annar latínuprófslestur að bíða til morgundagsins. Algjör vitleysa að vera eitthvað að stressa sig of mikið á honum ...
Þegar ég yfirgaf staðinn var húsið svo orðið troðfullt og stemmingin eftir því.
Vegna tónleikanna fær Caesarinn og annar latínuprófslestur að bíða til morgundagsins. Algjör vitleysa að vera eitthvað að stressa sig of mikið á honum ...
þriðjudagur, 29. apríl 2003
Var áðan í blaðadreifingu með Gunna. Bárum út bréf og U-beygjur til nýrra kjósenda í póstnúmeri 108. Ég náði meðal annars að henda draslinu inn til Siggans, vona að það fari vel í hann.
Líkt og alltaf þegar verið er að bera út fundum við ekki nema helminginn af viðtakendunum. Meðal annars voru tvö bréfanna stíluð á gömlu verksmiðju Sólar-Víkings í Þverholti 19. Eins og gefur að skilja áttum við frekar erfitt með að finna bréfalúgu á fabrikkunni og vonuðum hálft í hvoru að enginn ætti heima þar, enda húsnæðið álíka kræsilegt og gamla maltsuðan á Njálsgötunni (sem er nú loksins búið að rífa, guði sé lof!). Að lokum ákváðum við að bíða með bréfið og halda för okkar áfram. Þegar ég kom heim sá ég svo í símaskránni að viðtakendurnir ættu alls ekkert heima í Þverholti 19 heldur Þverholti 21. Já, það hlaut að vera!
Verst að á lóð númer 21 er ekkert nema bílastæði ...
Líkt og alltaf þegar verið er að bera út fundum við ekki nema helminginn af viðtakendunum. Meðal annars voru tvö bréfanna stíluð á gömlu verksmiðju Sólar-Víkings í Þverholti 19. Eins og gefur að skilja áttum við frekar erfitt með að finna bréfalúgu á fabrikkunni og vonuðum hálft í hvoru að enginn ætti heima þar, enda húsnæðið álíka kræsilegt og gamla maltsuðan á Njálsgötunni (sem er nú loksins búið að rífa, guði sé lof!). Að lokum ákváðum við að bíða með bréfið og halda för okkar áfram. Þegar ég kom heim sá ég svo í símaskránni að viðtakendurnir ættu alls ekkert heima í Þverholti 19 heldur Þverholti 21. Já, það hlaut að vera!
Verst að á lóð númer 21 er ekkert nema bílastæði ...
Dagurinn bloggar á farandriddara.blogspot.com. Helvíti góður bloggari sem vert er að tékka á.
Gerið það.
Gerið það.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)