miðvikudagur, 25. febrúar 2004

Eftir að hafa lesið svona kjaftæði er ég ekki viss um hvort mig langi á Píslargönguna. Mig langar vissulega til að sjá hana út af fornmálunum sem eiga að vera töluð í henni en það er á mörkunum að maður nenni að fara til að horfa upp á e-a gígantíska upphafningu á krosslafrinum. Jæja, ætli ég endi samt ekki á því að skella mér, þótt ekki sé nema til þess eins að sjá hvernig menn höndla latínuna og grískuna ...

Annars skrifaði ég grein á vantrúna í dag. Ótrúlegt hverju maður nennir þegar maður á einmitt að vera að gera e-ð allt annað. Greinin var hugsuð sem stæling á texta eftir einn mesta töffara íslenskrar ljóðagerðar, Dag Sigurðarson. Þegar upp var staðið átti hún auðvitað ekki sjens í Daginn, en það má alltaf reyna.