fimmtudagur, 9. júní 2005
sunnudagur, 5. júní 2005
Ooh, hvenær fer Fjallabakið að opnast? Mig er farið að klæja í fingurna eftir opnun hálendisins. Á reyndar hvorki né hef aðgang að bíl til lengri fjallaferða, en skítt með það í bili, hlakka samt til þess að sjá rauðu línurnar á margnefndu færðarkorti Vegagerðarinnar fækka. Fór með Grjóna og Sverri bróður í bíltúr í gær austur að Reynifelli á Rangárvöllum. Lögðum af stað úr borginni klukkan níu um morguninn og komum að bænum um ellefu leytið eftir rólegan akstur. Snæddum fyrst nesti í bæjartóftunum, en Reynifellið fór líklegast í eyði í kringum 1980 (var einn hinna fjögurra svokallaðra Krókabæja enn í byggð þegar árbók FÍ um Fjallabaksleið syðri var gefin út árið 1976). Hjá Krókabæjunum er einmitt draumasumarbústaðarlandið mitt með Þríhyrninginn gnæfandi yfir í suðri ásamt Vatnsdalsfjalli, Heklu í norðri, Suðurlandsundirlendið í suðvestri og Tindfjallajökulinn með Fjallabakinu í austri. Ókum svo, að nestinu snæddu, í um korter upp syðri Fjallabaksleiðina (þótt hún væri lokuð, við hefðum auðvitað alltaf snúið við um leið og það færi að bera á minnstu aurbleytu, en komumst hvort eð er ekkert langt þar sem við þurftum að snúa til baka í borgarhelvítið).
Fór síðan með gamla settinu á Þingvelli seinnipartinn í gær þar sem við tjölduðum. Pabbi fór að veiða, mamma sat og las en ég rölti um Þingvallahraunið milli Ármannsfellsins, bæjanna Hrauntúns og Skógarkots og niður að vatni. Veðrið eins og best var á kosið og tjaldtúrinn í alla staði endurnærandi.
Það versta við svona ferðir er að mann langar alltaf lengra og oftar. Eða eins og Grjóni orðaði svo ágætlega, maður verður alltaf gráðugri í landslagið. Mig mundi langa mest til að eyða öllu sumrinu í að arka um hálendið með bakpoka og tjald. Eða ríða um á hesti, ferðamáti sem leyfir manni að komast tiltölulega hratt yfir landið en ná samt að halda meiri tengslum við náttúruna en þegar maður er í bíl. Það er líka auðveldara en reiðhjólið (eða ég ímynda mér það). Sá e-n tímann á netinu auglýsta draumahestaferðina, 8 daga ferð um Fjallabak syðra á hestbaki. Því miður kostar hún lítinn 120 þúsund kall á kjaft. En fólk borgar nú annað eins fyrir skíta-utanlandsferðir, sem kæmust örugglega ekki í hálfkvisti við upplifunina af svona reiðtúr, svo maður ætti kannski bara að skella sér. Á örugglega eftir að gera það e-t sumarið.
Annars dreymdi mig allt síðasta sumar um að hafa aðgang að e-i ódýrri jeppadruslu til að komast upp á hálendi, t.d. gömlum pikkup eða hælúx. Hefði helst viljað geta skotist e-t um hverja einustu helgi; í Landmannalaugar, Eldgjá, Hrauneyjar, Veiðivötn, Nýjadal, Kjöl, Langasjó, o.s.frv. Komst síðan ekkert almennilega upp á hálendi, náði samt góðum tjaldtúr á Snæfellsnesið með þeim gömlu og fór með Elínu Lóunni í e-a eftirminnilegustu sumarferð lífs míns á Vonarlandið í Djúpinu. En hvorug þessara ferða var upp á miðhálendið og miðað við fyrri reynslu veit ég því vel að eftir því sem lengur líður á sumarið munu líkur á örvæntingarfullum tilraunum til hálendisferða rjúka upp úr öllu valdi. Í fyrra voru kvöld/næturferðir mjög í tísku, náði að draga Elínu Lóu og Grjóna eina kvöld/næturstund í lok maí upp í Hrauneyjar en við Grjóni unnum þar saman tvö sumur. Og um miðjan ágúst, rétt áður en ég fór til Danmerkur, skrapp ég með Elínu Lóu aðra kvöld/næturstund upp í Landmannalaugar. Þessar næturferðir verða samt augljóslega seint taldar heppilegur ferðamáti, en þar sem maður átti mjög erfitt með að fá heimilisbílinn þegar venjulegt fólk var vakandi þurfti maður bara að nýta tækifærið þegar bíllinn var ekki í notkun.
Veit annars e-r um ódýran jeppa eða jeppling, sem maður gæti fengið lánaðan eða jafn vel leigt e-r helgar e-n tímann í sumar? Hvar eru eiginlega Bónus-bílaleigurnar? E-n tímann fann ég bílaleigu á netinu, sem bauð Lödu Sport til leigu á algjörum spottprís. Sá leiguna bara í þetta eina skipti og síðan þá eru landkrúserar og pæjerórar það eina sem boðið er upp. Á uppsprengdu verði auðvitað.
Maður veit bara af fenginni reynslu að ef maður reynir ekki strax að byrja að nýta sumarið hverfur það eins og dögg fyrir sólu án þess að nokkuð hafi gerst og maður verður svekktur allan næsta vetur. En það er samt heilmikið í bígerð svo þetta verður örugglega betra en í fyrra. Lesendur mega því endilega hafa það hugfast að ef e-n langar út á land þá er ég, að mínu hógværa mati, ágætis ferðafélagi og væri meira en lítið til í að halda fólki kompaníi.
Fór síðan með gamla settinu á Þingvelli seinnipartinn í gær þar sem við tjölduðum. Pabbi fór að veiða, mamma sat og las en ég rölti um Þingvallahraunið milli Ármannsfellsins, bæjanna Hrauntúns og Skógarkots og niður að vatni. Veðrið eins og best var á kosið og tjaldtúrinn í alla staði endurnærandi.
Það versta við svona ferðir er að mann langar alltaf lengra og oftar. Eða eins og Grjóni orðaði svo ágætlega, maður verður alltaf gráðugri í landslagið. Mig mundi langa mest til að eyða öllu sumrinu í að arka um hálendið með bakpoka og tjald. Eða ríða um á hesti, ferðamáti sem leyfir manni að komast tiltölulega hratt yfir landið en ná samt að halda meiri tengslum við náttúruna en þegar maður er í bíl. Það er líka auðveldara en reiðhjólið (eða ég ímynda mér það). Sá e-n tímann á netinu auglýsta draumahestaferðina, 8 daga ferð um Fjallabak syðra á hestbaki. Því miður kostar hún lítinn 120 þúsund kall á kjaft. En fólk borgar nú annað eins fyrir skíta-utanlandsferðir, sem kæmust örugglega ekki í hálfkvisti við upplifunina af svona reiðtúr, svo maður ætti kannski bara að skella sér. Á örugglega eftir að gera það e-t sumarið.
Annars dreymdi mig allt síðasta sumar um að hafa aðgang að e-i ódýrri jeppadruslu til að komast upp á hálendi, t.d. gömlum pikkup eða hælúx. Hefði helst viljað geta skotist e-t um hverja einustu helgi; í Landmannalaugar, Eldgjá, Hrauneyjar, Veiðivötn, Nýjadal, Kjöl, Langasjó, o.s.frv. Komst síðan ekkert almennilega upp á hálendi, náði samt góðum tjaldtúr á Snæfellsnesið með þeim gömlu og fór með Elínu Lóunni í e-a eftirminnilegustu sumarferð lífs míns á Vonarlandið í Djúpinu. En hvorug þessara ferða var upp á miðhálendið og miðað við fyrri reynslu veit ég því vel að eftir því sem lengur líður á sumarið munu líkur á örvæntingarfullum tilraunum til hálendisferða rjúka upp úr öllu valdi. Í fyrra voru kvöld/næturferðir mjög í tísku, náði að draga Elínu Lóu og Grjóna eina kvöld/næturstund í lok maí upp í Hrauneyjar en við Grjóni unnum þar saman tvö sumur. Og um miðjan ágúst, rétt áður en ég fór til Danmerkur, skrapp ég með Elínu Lóu aðra kvöld/næturstund upp í Landmannalaugar. Þessar næturferðir verða samt augljóslega seint taldar heppilegur ferðamáti, en þar sem maður átti mjög erfitt með að fá heimilisbílinn þegar venjulegt fólk var vakandi þurfti maður bara að nýta tækifærið þegar bíllinn var ekki í notkun.
Veit annars e-r um ódýran jeppa eða jeppling, sem maður gæti fengið lánaðan eða jafn vel leigt e-r helgar e-n tímann í sumar? Hvar eru eiginlega Bónus-bílaleigurnar? E-n tímann fann ég bílaleigu á netinu, sem bauð Lödu Sport til leigu á algjörum spottprís. Sá leiguna bara í þetta eina skipti og síðan þá eru landkrúserar og pæjerórar það eina sem boðið er upp. Á uppsprengdu verði auðvitað.
Maður veit bara af fenginni reynslu að ef maður reynir ekki strax að byrja að nýta sumarið hverfur það eins og dögg fyrir sólu án þess að nokkuð hafi gerst og maður verður svekktur allan næsta vetur. En það er samt heilmikið í bígerð svo þetta verður örugglega betra en í fyrra. Lesendur mega því endilega hafa það hugfast að ef e-n langar út á land þá er ég, að mínu hógværa mati, ágætis ferðafélagi og væri meira en lítið til í að halda fólki kompaníi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)