fimmtudagur, 4. ágúst 2005

Í tilefni af væntanlegum bikarúrslitaleik Vals og Fram vil ég bara minna á það hver teljist mesti Valsarinn.

(Þess má geta að ofangreind google-færsla er í boði Sverris Jakobssonar.)

mánudagur, 1. ágúst 2005

Fór á Innipúkann um helgina, líkt og seinustu tvær Verslunarmannahelgar. Ólíkt síðustu tveimur skiptum ákvað ég þó að brydda upp á þeirri nýjung að hlusta á e-ð af tónlistinni, sem boðið var upp á. Missti af nokkrum góðum sveitum sem voru snemma á bæði laugardag og sunnudag en af því, sem ég sá, stóðu Mugison, Hjálmar og Blonde Redhead langt upp úr.

Lög helgarinnar voru Equus og In Particular, sérstaklega það síðarnefnda.