laugardagur, 1. október 2005

Einar Steinn var svo víst að klukka mig. Ég ætla að byrja á því að þakka honum fyrir klukkatriðin sín átta (!), þau voru skemmtileg aflestrar. Því næst ætla ég að bölva honum fyrir að klukka mig. Ætli ég reyni svo ekki að lokum að hunskast til að koma fljótlega e-i vitleysu saman, það væri fínt að geta þá bara klárað bloggskammtinn fyrir október á einu bretti.
Hvernig er það, ætli fjölmiðlar landsins fái prósentur hjá þessum svokallaða „næringaþerapista“, sem er í Fréttablaðinu í dag? Það er eins og konan þurfi ekki annað en að opna kjaftinn og þá gapi allir fjölmiðlamenn landsins yfir „viskunni“, sem flæðir út.

Jú, ekki vanþörf á og allt það, en hvers vegna þarf fólk alltaf að byrja að bulla til að ná til almennings? Ég ætti ekki að þurfa annað en að vísa á þessar grunnreglur hennar til að fólk skilji hvað ég eigi við, en þar sem ég ... þori þá ætla ég til gamans að prófa að fara eftir reglum nr. 3 og 4. Það ætti nú ekki að vera erfitt, það eina sem ég þarf að gera er að „borða rétta fitu; holla og lífræna“ og „muna að borða meira gæðaprótín“. Heyrðu, þá fer ég bara í það.