fimmtudagur, 13. október 2005

Í fyrradag sá ég mann með skjalatösku, handfrjálsan farsímabúnað og dollaramerki í augunum. Samviskuleysið uppmálað. Hann hefði örugglega unað sér vel í Afríku á seinni hluta 18. aldar.

miðvikudagur, 12. október 2005

Ég heyri ekki betur en að Kastljós-stefið sé stolið úr Pelican-laginu How Do I Get Out Of N. Y. C. Það er í aðeins hægari takti en að öðru leyti eru upphafsstefin alveg eins. Vonandi fær Ásgeir Óskarsson sitt (þótt ég efist því miður um það).