Stafurinn Ómega fékk alveg nýja merkingu í „umferðarmáli“ áðan. Þegar komið er að rauðu ljósi taka óþreyjufullir ökumenn gjarnan á það ráð að beygja til hægri á beygjurein fram hjá ljósunum, taka U-beygju við umferðareyjuna á götunni sem var beygt inn á og beygja síðan aftur til hægri inn á götuna sem áður var ekið á. Þannig er hægt að komast fram hjá rauða ljósinu án þess að þurfa að bíða eftir því græna.
Þessi verknaður kallast hér með að „taka ómegu“ þar sem leiðin sem bíllinn fer er ansi lík gríska stafnum ómega í laginu. Enginn annar en stærðfræðigúrúið Hringur Gretarsson á heiðurinn að þessari nýju merkingu orðsins.
þriðjudagur, 20. maí 2003
Var að koma úr leik í utandeildinni. Þar var liðinu mínu, Babylon, pakkað allhressilega saman af 30 ára gaurum úr HR (alla vega sagði e-r að þeir kæmu þaðan).
Leikurinn hafði ansi góðan amatörstimpil á sér af okkar hálfu. Fyrst átti að banna okkur að spila þar sem við vorum ekki í merktum búningum. Dómarinn leyfði okkur það þó á endanum, en sagðist myndu verða harðari næst. Leikurinn sjálfur byrjaði síðan ekki alveg eins og best væri á kosið, vorum níu fyrstu tíu mínúturnar en áttum auðvitað að vera ellefu. Fyrsta markið kom fljótt en staðan var e-ð um þrjú-núll í hálfleik. Við gengum síðan einbeittir til leiks í síðari hálfleik og andstæðingarnir skoruðu einungis eitt eða tvö mörk áður en við náðum að svara fyrir okkur. Lokatölur voru e-s staðar í kringum sjö-eitt, en miðað við amatörstílinn tel ég það nú ágætlega sloppið.
Þrátt fyrir leikinn í dag held ég að það eina sem við þurfum sé meiri samhæfing, því liðið er ágætt að upplagi. Nokkrir leikmenn mættu samt bæta formið og leiknina lítillega (þ.á m. undirritaður, ehemm....)
Leikurinn hafði ansi góðan amatörstimpil á sér af okkar hálfu. Fyrst átti að banna okkur að spila þar sem við vorum ekki í merktum búningum. Dómarinn leyfði okkur það þó á endanum, en sagðist myndu verða harðari næst. Leikurinn sjálfur byrjaði síðan ekki alveg eins og best væri á kosið, vorum níu fyrstu tíu mínúturnar en áttum auðvitað að vera ellefu. Fyrsta markið kom fljótt en staðan var e-ð um þrjú-núll í hálfleik. Við gengum síðan einbeittir til leiks í síðari hálfleik og andstæðingarnir skoruðu einungis eitt eða tvö mörk áður en við náðum að svara fyrir okkur. Lokatölur voru e-s staðar í kringum sjö-eitt, en miðað við amatörstílinn tel ég það nú ágætlega sloppið.
Þrátt fyrir leikinn í dag held ég að það eina sem við þurfum sé meiri samhæfing, því liðið er ágætt að upplagi. Nokkrir leikmenn mættu samt bæta formið og leiknina lítillega (þ.á m. undirritaður, ehemm....)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)