þriðjudagur, 26. apríl 2005

Það jafnast fátt á við góðan flugdraum og einmitt í nótt dreymdi mig einn ansi góðan. Var á flugi með e-m í frábæru sumarveðri yfir miklu skóglendi, gæti hægast hafa verið uppi í Borgarfirði. Rekur minni til þess að ég hafi nú bara verið á vængjunum einum saman, þótt ég gæti auðvitað hafa verið í e-i lítilli flugvél. Man hins vegar vel eftir dýfunum, sem ég tók, og hvað þetta var ótrúlega skemmtilegt allt saman ...