laugardagur, 15. mars 2003
föstudagur, 14. mars 2003
Í gær fór ég til Akureyrar þar sem ég hafði víst tekið að mér að sitja uppi á sviði í e-i keppni. Það tókst, eftir því sem menn segja, bærilega.
Gærdagurinn var annars ágætur. Flugið var skítsæmilegt, hristist helst til mikið þegar lent var á Akureyri. Fyrir heimflugið greip ég því til fyrirbyggjandi aðgerða á flugvellinum og fólust þær í því að innbyrða eina töflu af parasetamóli og skola henni niður með lakkríshóstamixtúru (oxeladíni). Get á engan hátt mælt með þeirri blöndu.
Strax eftir komuna norður héldum við niður í bæ þar sem við borðuðum á Crown Chicken. Hammarinn og fröllurnar þar stóðust fyllilega væntingar mínar og voru mun betri en pítsan á Greifanum sem ég innbyrti eftir keppni. Sjónvarpið hafði lánað okkur bílaleigubíl til að komast ferða okkar og nýttum við okkur það m.a. til að fara í sund og rúnta aðeins um bæinn. Kunnum við Sjónvarpinu bestu þakkir fyrir.
Við enduðum svo norðandvölina á Hrafnagili frammi í Eyjafirðinum hjá foreldrum mömmu, og var það hápunktur ferðarinnar. Þau tóku stórglæsilega á móti okkur með möndlulíkjör og konfekti sem við Atli, Helgi og Sverrir Teits gerðum ágætis skil. Í tilefni af veru okkar, og til að rifja upp gamla tískustrauma, dró amma fram 30 ára gamla mynd af móðurbræðrum mínum, Snæbirni, Baldri og Dóra. Á myndinni eru þeir allir með vel sítt hár og líkist Helgi liðsstjóri ískyggilega Baldri en ég er alveg eins og nafni (fyrir utan gleraugun sem hann ber).
Gærdagurinn var annars ágætur. Flugið var skítsæmilegt, hristist helst til mikið þegar lent var á Akureyri. Fyrir heimflugið greip ég því til fyrirbyggjandi aðgerða á flugvellinum og fólust þær í því að innbyrða eina töflu af parasetamóli og skola henni niður með lakkríshóstamixtúru (oxeladíni). Get á engan hátt mælt með þeirri blöndu.
Strax eftir komuna norður héldum við niður í bæ þar sem við borðuðum á Crown Chicken. Hammarinn og fröllurnar þar stóðust fyllilega væntingar mínar og voru mun betri en pítsan á Greifanum sem ég innbyrti eftir keppni. Sjónvarpið hafði lánað okkur bílaleigubíl til að komast ferða okkar og nýttum við okkur það m.a. til að fara í sund og rúnta aðeins um bæinn. Kunnum við Sjónvarpinu bestu þakkir fyrir.
Við enduðum svo norðandvölina á Hrafnagili frammi í Eyjafirðinum hjá foreldrum mömmu, og var það hápunktur ferðarinnar. Þau tóku stórglæsilega á móti okkur með möndlulíkjör og konfekti sem við Atli, Helgi og Sverrir Teits gerðum ágætis skil. Í tilefni af veru okkar, og til að rifja upp gamla tískustrauma, dró amma fram 30 ára gamla mynd af móðurbræðrum mínum, Snæbirni, Baldri og Dóra. Á myndinni eru þeir allir með vel sítt hár og líkist Helgi liðsstjóri ískyggilega Baldri en ég er alveg eins og nafni (fyrir utan gleraugun sem hann ber).
Veikindi mín ætla engan enda að taka, þessi viðbjóður er nú búinn að standa yfir síðan á sunnudaginn. Gunni er líka lasinn og hefur nýtt tímann til kvikmyndagláps. Það hef ég ekki gert, enda of upptekinn við að horfa á ruslahauginn inni í eldhúsi, sem ég hef ekki enn nennt að vinna á.
miðvikudagur, 12. mars 2003
Jæja, loksins fékk maður almennilegan nígerískan samning eins og allir aðrir, og það frá ekki ómerkari manni en sjálfum bankastjóra Nígeríubankans, Fred Okoye. Nígerískir bankastjórar hafa nú löngum þótt snjallir fjáraflamenn, svo ekki sýtir maður þessa sendingu.
Verst hvað ég er slæmur í viðskiptaenskunni. Spurning hvort ríkislögreglustjóri sjái sér ekki fært að semja fyrir mína hönd við þá suður frá. Það væri kannski ekki úr vegi að senda honum eins og eitt afrit af samningnum og spyrja hann ráða.
Verst hvað ég er slæmur í viðskiptaenskunni. Spurning hvort ríkislögreglustjóri sjái sér ekki fært að semja fyrir mína hönd við þá suður frá. Það væri kannski ekki úr vegi að senda honum eins og eitt afrit af samningnum og spyrja hann ráða.
þriðjudagur, 11. mars 2003
mánudagur, 10. mars 2003
Las þessa snilldarbloggfærslu um daginn hjá Aglinum. Ætlaði að benda fólki á hana, en gleymdi því. Geri það hér með.
Undarlegasti draumurinn var samt þegar mig dreymdi að ég væri í latínu hjá Kolbrúnu latínukennara að fara yfir ólesinn stíl, þ.e. þýðingu af latínu yfir á íslensku. Þýðingin fjallaði um Bob Dylan og hófst svo:
„Bob Dylan, fæddur árið 1928...“
Þessi draumur hefur örugglega verið í beinu framhaldi af Kárahnjúkadraumnum því latínutíminn fór einnig fram í Vatnsmýrinni...
„Bob Dylan, fæddur árið 1928...“
Þessi draumur hefur örugglega verið í beinu framhaldi af Kárahnjúkadraumnum því latínutíminn fór einnig fram í Vatnsmýrinni...
Næstu draumar renna meira og minna í móðu þar sem erfitt er að greina á milli þeirra. Ég var staddur e-s staðar með skólafélögum mínum úr MR, m.a. Birni Swift. Þar var einnig Alexandra Kjeld með e-m vinkonum sínum.
Fjórðubekkingur nokkur gekk þá allt í einu upp að mér og spurði mig hvort ég væri ekki með stelpu sem héti Helga Möller (eins og söngkonan). Nei, ég sagðist nú vera með Alexöndru og kom þá í ljós að Bjössi Swift hafði ekki hugmynd um að við værum saman. Hann sagði að ég væri ekkert smáheppinn því Alex væri svo rosalega sæt. Ég samsinnti því auðvitað og hljóp á eftir henni...
Fjórðubekkingur nokkur gekk þá allt í einu upp að mér og spurði mig hvort ég væri ekki með stelpu sem héti Helga Möller (eins og söngkonan). Nei, ég sagðist nú vera með Alexöndru og kom þá í ljós að Bjössi Swift hafði ekki hugmynd um að við værum saman. Hann sagði að ég væri ekkert smáheppinn því Alex væri svo rosalega sæt. Ég samsinnti því auðvitað og hljóp á eftir henni...
Mig dreymdi fáránlega drauma í nótt.
Fyrir það fyrsta vaknaði ég nokkrum sinnum þannig að ég mundi óvenjumarga drauma (maður man aðeins þá drauma sem mann var að dreyma þegar maður vaknaði). Draumarnir voru hver öðrum bjánalegri, sem stafar líklegast af veikindum mínum í nótt.
Fyrst vaknaði ég um óttu við, jah, býsna uggvænan draum. Sá byrjaði þannig að verið var að reisa blokk og þurfti að koma íbúðum fyrir inni í henni. Það heimskulega var að búið var að reisa húsið sjálft, en það var alveg tómt að innan og íbúðunum þurfti að troða inn eftir á í heilu lagi. Líklegast hefur þetta verið e-s staðar við Skerjafjörðinn, e.t.v. þar sem flugvöllurinn er núna. Þessi draumur breyttist svo yfir í að ég var að ganga við Ægissíðuna með e-u fólki en af því man ég bara eftir Unu Sighvatsdóttur. Svo rölti ég upp Dunhagann að Vídeóljóninu, sem var búið að stækka um helming. Á leiðinni gekk ég fram hjá tveimur bankaútibúum, öðru við Tómasarhagann og hinu á horni Dunhagans og Arnargötunnar (staðfræðin ekki fyrir hvern sem er). Kom þá í ljós að ég þurfti að gæta þessara útibúa fyrir bankaræningja, sem var í útliti eins og vélmenni úr Supermanblaði. Svo man ég ekki meira af þessu rugli...
Fyrir það fyrsta vaknaði ég nokkrum sinnum þannig að ég mundi óvenjumarga drauma (maður man aðeins þá drauma sem mann var að dreyma þegar maður vaknaði). Draumarnir voru hver öðrum bjánalegri, sem stafar líklegast af veikindum mínum í nótt.
Fyrst vaknaði ég um óttu við, jah, býsna uggvænan draum. Sá byrjaði þannig að verið var að reisa blokk og þurfti að koma íbúðum fyrir inni í henni. Það heimskulega var að búið var að reisa húsið sjálft, en það var alveg tómt að innan og íbúðunum þurfti að troða inn eftir á í heilu lagi. Líklegast hefur þetta verið e-s staðar við Skerjafjörðinn, e.t.v. þar sem flugvöllurinn er núna. Þessi draumur breyttist svo yfir í að ég var að ganga við Ægissíðuna með e-u fólki en af því man ég bara eftir Unu Sighvatsdóttur. Svo rölti ég upp Dunhagann að Vídeóljóninu, sem var búið að stækka um helming. Á leiðinni gekk ég fram hjá tveimur bankaútibúum, öðru við Tómasarhagann og hinu á horni Dunhagans og Arnargötunnar (staðfræðin ekki fyrir hvern sem er). Kom þá í ljós að ég þurfti að gæta þessara útibúa fyrir bankaræningja, sem var í útliti eins og vélmenni úr Supermanblaði. Svo man ég ekki meira af þessu rugli...
sunnudagur, 9. mars 2003
Í kvöld sá ég eina þá bestu íslensku mynd sem ég hef séð, Nóa Albínóa.
Ég get hæglega mælt með henni. Kemur mér ekki á óvart að hún hafi unnið til jafmargra verðlauna á kvikmyndahátíðum erlendis og raun ber vitni.
Ég get hæglega mælt með henni. Kemur mér ekki á óvart að hún hafi unnið til jafmargra verðlauna á kvikmyndahátíðum erlendis og raun ber vitni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)