laugardagur, 17. maí 2003

Í tilefni af lokum kosningageðveikinnar hefur VG-lógóið verið tekið úr bakgrunninum.

Vegna þess að Íslandsmeistaramótið í knattspyrnu hefst á morgun hefur Valsskjöldurinn verið tekinn upp í staðinn sem bakgrunnsmynd bloggsins. Vonandi að það falli í kramið hjá lesendum. Ætti svo sem ekki að gera annað, enda hefur merkið löngum verið talið með allrafallegustu skjaldarmerkjum landsins og þótt víðar væri leitað.

Tengli hefur einnig verið bætt við á snilldarsíðuna Valsara.tk. Þeir hafa lítið látið á sér kræla síðustu mánuðina en við skulum vona að þeir bæti mjög fljótlega úr því.

Valsarar munu svo að sjálfsögðu salta Grindvíkinga á morgun.
Tekið hefur verið til í tenglasafninu. Arngrímur og Fífa fá að sjálfsögðu sín sæti.

Aðrir, sem hafa lagt niður bloggun, hafa verið teknir út af listanum.