föstudagur, 5. desember 2003
Egósentrík dagsins:
Eyjólfur bróðir með einkunnablaðið sitt frá alþjóðlega skólanum úti í Mósambík sem bakgrunnsmynd á PC-tölvu heimilisins. Ekki það að hann þurfi e-ð að skammast sín fyrir tölurnar á blaðinu, síður en svo, en flestum fyndist þetta kannski fulllangt gengið ...
Eyjólfur bróðir með einkunnablaðið sitt frá alþjóðlega skólanum úti í Mósambík sem bakgrunnsmynd á PC-tölvu heimilisins. Ekki það að hann þurfi e-ð að skammast sín fyrir tölurnar á blaðinu, síður en svo, en flestum fyndist þetta kannski fulllangt gengið ...
miðvikudagur, 3. desember 2003
Suss, fann ritgerð um aukafallsfrumlög í íslensku að fornu og nú mun ég ekki geta slitið mig frá þessari snilld fyrr en allt málvísindalesefni á netinu hefur verið innbyrt. Jólaprófin eiga örugglega eftir að fara til andskotans.
Nei, það gengur ekki, verð að hemja sjálfan mig. Nota þetta bara sem gulrót, má lesa eina málvísindagrein eftir hvert próf en verð að lesa vel fyrir prófin í staðinn. Meðal þess sem bíður mín eru greinar um framgómun og aðblástur, lengd samhljóða í íslensku, sögulega setningafræði og þágufallssýki ... Get ekki beðið ...
Nei, það gengur ekki, verð að hemja sjálfan mig. Nota þetta bara sem gulrót, má lesa eina málvísindagrein eftir hvert próf en verð að lesa vel fyrir prófin í staðinn. Meðal þess sem bíður mín eru greinar um framgómun og aðblástur, lengd samhljóða í íslensku, sögulega setningafræði og þágufallssýki ... Get ekki beðið ...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)