Jæja, þess er þá vonandi ekki langt að bíða að sumir hópar hefji herferð gegn heilbrigðiseftirlitinu enda óþolandi að eigendur veitingahúsa megi ekki haga málum eins og þeir helst vilja í eldhúsi sinna eigin staða. Ekki þarf fólk að hleypa heilbrigðiseftirlitinu inn í eldhúsið heima hjá sér! Eftirlitið fer því augljóslega í bága við 72. grein stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um friðhelgi eignaréttarins.
Auðvitað er það sjálfsagður réttur hvers og eins að mega borða mat án þess að eiga á hættu að fá matareitrun. Þeim rétti væri hins vegar best framfylgt með því að láta vera að fara inn á veitingastaði þar sem hreinlæti er ábótavant.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)