Þetta er hin skemmtilegasta leitarfærsla:
Goggle á tyrknesku.
föstudagur, 7. nóvember 2003
Vegna suddalegra anna mun ég ekkert blogga hér næstu vikuna. Meðal þess sem ég mun reyna að koma í verk í næstu viku er fornfræðifyrirlestur, sögupróf, enskupróf, 14 innanskólaspurningakeppnir og sitthvað fleira. Þegar þessu verður lokið mun ég hvíla mig vel og lengi (þ.e. fram að jólaprófum).
Sem betur fer hef ég ekki mikið að gera alla jafna þannig að maður verður bara að láta sig hafa það að gera loksins e-ð af viti í svona eina viku.
Sem betur fer hef ég ekki mikið að gera alla jafna þannig að maður verður bara að láta sig hafa það að gera loksins e-ð af viti í svona eina viku.
þriðjudagur, 4. nóvember 2003
Það er alltaf jafngaman að fylgjast með því glænýjasta í net- og tölvuheiminum á mbl.is. Í dag kom t.d. stórfrétt þess efnis að sms-sendingar í Bretlandi hefðu aldrei verið fleiri en í september og þeim væri sko alls ekkert að fækka, þótt margir héldu það kannski. Á mbl.is getur maður alltaf lesið um nýjustu tölvuvírusana og þeir eru líka sérstaklega glúrnir við að þefa uppi nýjar fréttir af ruslpóstsóværunni, en fullyrt er, þótt það hljómi hreint út sagt lygilega, að ekkert lát sé á fjölgun ruslpóstsendinga á netinu. Svo eru alltaf heitustu fréttirnar af málaferlum hljómplötuútgefenda gegn netnotendum og uppgangi þriðjukynslóðarfarsímanna í Japan, sem maður má auðvitað engan veginn missa af.
Jamm, mbl.is heldur manni ferskum í tækni- og tölvuumræðunni í dag.
Jamm, mbl.is heldur manni ferskum í tækni- og tölvuumræðunni í dag.
sunnudagur, 2. nóvember 2003
Þá er Helginn laus undan oki síða hársins, sem alltaf flækist fyrir manni og er til ama og eintómra leiðinda. Er ég tók til við borðtennisleik niðri í skóla í síðustu viku neyddist ég m.a.s. til að setja hár mitt í tagl, þótt ég hafi fyrir löngu svarið þess heitan eið að gera það aldrei nokkurn tímann. Heima fyrir er sótt stíft að mér að láta skera hár mitt en ég neita alltaf. Það er nú samt spurning hvort maður eigi að láta sig hafa það og kíkja aðeins til rakarans ...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)