laugardagur, 22. febrúar 2003

Mig grunar að Spaugstofan hafi verið með betra móti í kvöld. Ég hef aðeins séð þrjá þætti í vetur og þessi var mun betri en hinir tveir. Söngurinn hjá Dóra og Hreimi var helvíti góður en Gettu betur-atriðið var best.

Á undan Stofunni sá ég Botnleðju í þætti heimdellingsins. Sem betur fer var hann sjálfur lítið á skjánum þessar mínútur sem ég horfði enda með eindæmum tilgerðarlegur og leiðinlegur. Botnleðjan var afar frambærileg, svo ekki sé meira sagt, spilaði efni af nýjum diski sem kemur út í mars. Núna langar mig í hann.