Snyrtileg tímasetning hjá Vinnuskólanum, aldrei þessu vant.
Þegar ég kom dauðþreyttur heim úr vinnunni í dag uppgötvaði ég mér til mikillar ánægju að flokkur 9.bekkinga hafði hreiðrað um sig fyrir framan húsið. Krakkarnir höfðu meira að segja slegið einn blettinn (en þeir eru þrír, allir frekar stórir). Grasið var orðið mannhæðarhátt og útlit fyrir að taka þyrfti fram rafmagnsorfinn til að vinna á því.
En þegar allt er að fara til fjandans í garðinum, kemur ekki Vinnuskólinn eins og þruma að nóttu og reddar málunum. Nú þakkar maður sínum sæla fyrir að hafa dregið sláttinn svona lengi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)