fimmtudagur, 29. maí 2003

Íbúðin lítur út eins og eftir loftárás. Skóladraslið vel dreift um herbergið, opnar töskur hér og þar með hvers kyns drasli flæðandi upp úr, þvottur út um allt inni á klósetti, bækur, blöð og enn meiri þvottur inni í stofu. Eldhúsið er eiginlega eina herbergið sem lítur sæmilega út. Samt er útlitið þar ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Þá er það spurningin, nenni ég að gera e-ð í þessu? Nei.
En ætla ég að gera e-ð í þessu? Úff, já ...

miðvikudagur, 28. maí 2003

Mind the gap.