VG og Nýtt afl eru einu flokkarnir sem auglýsa ekkert í sjónvarpi. Ég hef séð eina 15 sekúndna langa auglýsingu frá Frjálslyndum, sem náði að sameina það að vera fyndin og minnast á sjávarútvegsmálin. Aðrir flokkar eru í tómu tjóni hvað varðar sjónvarpsauglýsingar.
Maður verður einfaldlega reiður yfir þessu gengdarlausa auglýsingaflóði Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Í dag fékk ég nóg yfir Muggnum og Fréttablaðinu.
Gerði því stutta samantekt á auglýsingum stjórnmálaflokkanna í þessum tveimur blöðum í dag:
Nýtt afl auglýsir langminnst, er með eina litla auglýsingu í Fréttablaðinu og e-ð smáefni í Mogganum.
Frjálslyndir eru með rúma heilsíðu í Fréttablaðinu, lítið í Mogganum.
Vinstrihreyfingin er með heilsíðu í báðum blöðum, á bls. 21 í Mogganum og næstöftustu síðunni í Fréttablaðinu.
Framsóknarflokkurinn er einnig með heilsíðu í báðum blöðum, á bls. 5 í Mogganum og bls. 3 í Fréttablaðinu, auk e-s smáefnis víðs vegar um blöðin.
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking keppast hins vegar um mest magn auglýsinga.
Sjálfstæðisflokkurinn er með jafngildi fjögurra heilsíðna í Mogganum og með eina í Fréttablaðinu, samtals fimm heilsíður í auglýsingum í blöðunum í dag.
Samfylkingin trónir síðan á toppnum í auglýsingageðveikinni, er með jafngildi tveggja og hálfrar heilsíðu í Mogganum en með tæpar fimm í Fréttablaðinu, samtals um sjö og hálfa heilsíðu í auglýsingum í dag.
Á morgun hringi ég svo í Mogga og Fréttablað og fæ að vita hvað auglýsingar hjá þeim kosta.
fimmtudagur, 8. maí 2003
Horfði áðan á Í skóm drekans með félaga Grjóna. Á leiðinni heim af vídjóleigunni litum við inn í 10-11 til að fjárfesta í góðgæti fyrir glápið. Þar sem ég hef ekki lifað á neinu nema drasli seinustu daga (og vikur (og mánuði (og ár))) þá vildi ég endilega prófa e-ð nýtt.
Fyrir valinu varð „Nammi gott“ frá 10-11, framleitt af Sælgætisgerðinni Völu hf. Til að lesendur geri sér sem besta grein fyrir „gottinu“ sem hér er á ferð skal innihaldið gefið upp:
Sykur, glúkós síróp, súkkulaði, eggjahvítukristallar, kókosmjöl, rúsínur og Ricekrispíes.
Það þarf ekkert gáfnaljós til að sjá að hér eru á ferðinni kókosbollur og frauðkökur í ætt við Lindubuff (sem er einmitt uppáhaldssælgæti þessa manns), raunar alls sex stykki. Það sjá líka allir að þetta er hreinn viðbjóður. Hverjum dettur annars í hug að setja rúsínur í kókosbollur? Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir festum við Grjóni kaup á góðgætinu.
Við vorum ekki lengi að komast að hinu sanna. Átum hvor sína kókosbolluna og hentum síðan afganginum. Áður hafði ég þó bitið í aðra af rúsínufrauðplastkökunum en, grínlaust, nánast ælt af hryllingnum einum saman.
Aldrei, aldrei kaupa „Nammi gott“ hjá 10-11.
Fyrir valinu varð „Nammi gott“ frá 10-11, framleitt af Sælgætisgerðinni Völu hf. Til að lesendur geri sér sem besta grein fyrir „gottinu“ sem hér er á ferð skal innihaldið gefið upp:
Sykur, glúkós síróp, súkkulaði, eggjahvítukristallar, kókosmjöl, rúsínur og Ricekrispíes.
Það þarf ekkert gáfnaljós til að sjá að hér eru á ferðinni kókosbollur og frauðkökur í ætt við Lindubuff (sem er einmitt uppáhaldssælgæti þessa manns), raunar alls sex stykki. Það sjá líka allir að þetta er hreinn viðbjóður. Hverjum dettur annars í hug að setja rúsínur í kókosbollur? Þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir festum við Grjóni kaup á góðgætinu.
Við vorum ekki lengi að komast að hinu sanna. Átum hvor sína kókosbolluna og hentum síðan afganginum. Áður hafði ég þó bitið í aðra af rúsínufrauðplastkökunum en, grínlaust, nánast ælt af hryllingnum einum saman.
Aldrei, aldrei kaupa „Nammi gott“ hjá 10-11.
miðvikudagur, 7. maí 2003
Bloggið mitt er loksins farið að líta almennilega út. Get ekki sagt annað en að ég sé afar ánægður með breytingarnar.
Enginn annar en Snorri Beck á heiðurinn að gegnsæju gluggunum. Hann hristi þetta fram úr erminni á tíu mínútum í gær en ég hef verið að dunda mér við að klippa afganginn til síðan þá.
Bakgrunnurinn á síðan að minna fólk á besta kostinn í kosningunum næsta laugardag. Meira um það á morgun ...
Enginn annar en Snorri Beck á heiðurinn að gegnsæju gluggunum. Hann hristi þetta fram úr erminni á tíu mínútum í gær en ég hef verið að dunda mér við að klippa afganginn til síðan þá.
Bakgrunnurinn á síðan að minna fólk á besta kostinn í kosningunum næsta laugardag. Meira um það á morgun ...
mánudagur, 5. maí 2003
sunnudagur, 4. maí 2003
Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir alvöru kommúnista. Einn slíkur varð þó á vegi mínum í gær.
Maðurinn hefur nokkrum sinnum komið niður á kosningaskrifstofu en ég hef aldrei áður gert mér almennilega grein fyrir skoðunum hans. Þar sem við mættumst svo í Pennanum í Austurstrætinu tók hann mig tali og kom þá í ljós að hér var alvöru byltingasinni á ferð. Hann sagðist vilja breyta VG í kommúnistaflokk og spurði hvort ég teldi ekki vera áhuga fyrir því hjá flokksmönnum. Þegar ég efaðist um að margir í Vinstrihreyfingunni væru á kommúnistalínunni sagði hann að það yrði auðvitað að stofna byltingardómstól þar sem andkommúnistarnir innan VG yrðu dregnir fyrir dóm (sagði reyndar ekkert hvað ætti að gera við þá seku).
Jú, vissulega mjög áhugaverð pæling.
Svo hélt hann áfram og vildi að vinstriflokkarnir í Evrópu (þ.á m. VG) tækju upp greiðslur til stuðnings kommúnistaflokki Gennadíjs Zjúganoffs í Rússlandi, því að það þjónaði best hagsmunum öreiganna. Vagga byltingarinnar væri nú einu sinni hjá Rússunum og þeir væru líklegastir til að bylta. Þaðan væri svo hægt að dreifa boðskapnum til annarra landa Evrópu.
Þrátt fyrir ákveðnar efasemdir neitaði ég þessu ekki, enda ógáfulegt að styggja hugsanlegan kjósanda VG.
Mér var hins vegar hætt að verða um sel þegar hann sagðist vilja senda kapítalistana í gúlakk eins og í Síberíu ...
Maðurinn hefur nokkrum sinnum komið niður á kosningaskrifstofu en ég hef aldrei áður gert mér almennilega grein fyrir skoðunum hans. Þar sem við mættumst svo í Pennanum í Austurstrætinu tók hann mig tali og kom þá í ljós að hér var alvöru byltingasinni á ferð. Hann sagðist vilja breyta VG í kommúnistaflokk og spurði hvort ég teldi ekki vera áhuga fyrir því hjá flokksmönnum. Þegar ég efaðist um að margir í Vinstrihreyfingunni væru á kommúnistalínunni sagði hann að það yrði auðvitað að stofna byltingardómstól þar sem andkommúnistarnir innan VG yrðu dregnir fyrir dóm (sagði reyndar ekkert hvað ætti að gera við þá seku).
Jú, vissulega mjög áhugaverð pæling.
Svo hélt hann áfram og vildi að vinstriflokkarnir í Evrópu (þ.á m. VG) tækju upp greiðslur til stuðnings kommúnistaflokki Gennadíjs Zjúganoffs í Rússlandi, því að það þjónaði best hagsmunum öreiganna. Vagga byltingarinnar væri nú einu sinni hjá Rússunum og þeir væru líklegastir til að bylta. Þaðan væri svo hægt að dreifa boðskapnum til annarra landa Evrópu.
Þrátt fyrir ákveðnar efasemdir neitaði ég þessu ekki, enda ógáfulegt að styggja hugsanlegan kjósanda VG.
Mér var hins vegar hætt að verða um sel þegar hann sagðist vilja senda kapítalistana í gúlakk eins og í Síberíu ...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)