föstudagur, 25. apríl 2003

U-beygjan leit dagsins ljós áðan. Þremur brettum af besta kosningablaði landsins var rennt inn á kosningaskrifstofu VG í Ingólfsstrætinu um sjöleytið. Þessum sautjánþúsund eintökum verður dreyft til allra nýrra Alþingiskosningakjósenda á næstu dögum. Ég mælist til þess að þeir sem ekki fá eintak sent heim til sín reyni að nálgast blaðið t.d. á kaffihúsum. Einnig mætti reyna að fá það á helstu kaffi- og biðstofum landsins.

Meðal annarra ritar þessi maður snilldargrein í blaðið. Annars hefur Oddurinn, ásamt Kötu frænku, vakið dag og nótt við að klára blaðið. Hann á meira en hrós skilið fyrir þetta frábæra blað!

þriðjudagur, 22. apríl 2003

Nina Simone lést víst í nótt. Ekki það að ég hafi verið fan en í virðingarskyni ætla ég að hlusta sem mest á hana í dag.
Johnny English var slæm, jaðraði við að vera sterkvond. Ekki fara á hana. Farið frekar á Confessions af a Dangerous Mind eða Bowling for Columbine.

... eða Nóa Albínóa, einhverja bestu íslensku mynd sem gerð hefur verið!

Annars var tvennt eftirtektarvert við auglýsingarnar fyrir myndina (fór á hana í Álfabakka). Í fyrsta lagi tóku þær fáránlega langan tíma, myndin byrjaði ekki fyrr en um hálf ellefu þrátt fyrir að auglýstur sýningatími væri 22:10. Ég náði því að klára poppið áður en myndin byrjaði.

Auk þess virtust myndirnar, sem auglýstar voru, hver annarri verri. Hvern langar til að sjá Bulletproof Monk eða Bringing Down the House?

Hvað þá með How to Lose a Guy in 10 Days eða Kangaroo Jack? Þessar myndir skrapa gjörsamlega botninn.

Hitt atriðið sem fangaði athygli mína voru tvær leiknar auglýsingar frá Framsóknarflokknum. Annað hvort eiga frammararnir svo mikla peninga að þeir vita ekki hvað þeir eigi að gera við þá, eða að þeir eru farnir að örvænta allhressilega ...

sunnudagur, 20. apríl 2003

Ég er að lesa mér til um sögu Syldavíu, hins forna konungsríkis á Balkanskaganum. Þetta merka ríki var stofnað árið 1127 og hefur nánast alla tíð átt í stöðugum útistöðum við nágrannaríki sitt, Bordúríu. Höfuðborg Syldavíu er Klow en íbúar landsins eru ekki nema um 650 þúsund talsins. Á sjötta áratuginum hófst þátttaka þess í geimferðakapphlaupinu og tókst Syldövum, fyrstum allra, að senda mannað geimfar til tunglsins.

Syldavíska, tungumál Syldava, er einnig afar merkilegt. Þrátt fyrir staðsetningu landsins er þetta germanskt tungumál, en slavnesk áhrif eru auðvitað mikil, sem og frönsk. Af germönsku málunum svipar syldavísku hins vegar mest til hollensku, eða jafn vel flæmsku. Fyrr á tímum var syldavíska skrifuð með latnesku letri (má t.d. sjá á áletrunum kenndum við Ottókar konung, en hann var uppi á 14. öld) en núna er hún skrifuð með kyrrilísku letri. Erfitt er þó að segja til um hvenær skiptingin á milli leturgerðanna átti sér stað.

Hér má lesa og læra sitthvað um syldavísku en fyrir þá áhugasömustu um sögu landsins bendi ég á þetta.
Var að glápa á Memento en ég hafði ekki séð hana áður. Afar flott mynd í alla staði.

Er núna að hlusta á Rjd2 og skrifa á bloggið mitt.