Inn um lúguna hér á Lynghaganum barst í dag auglýsing frá fasteignasölu nokkurri.
Það minnir mig á að við höfum enn þá fimm mánuði til að selja íbúðina áður en pabbi og mamma koma heim. Þau þurfa hvort eð er að minnka við sig þegar við Sverrir flytjum út, tvö ár til eða frá skipta litlu í því sambandi...
laugardagur, 8. mars 2003
föstudagur, 7. mars 2003
Tveir nýir bloggarar fá nú sæti á vinstri kantinum (góður, Gvendur). Annars vegar Finnur Dellsen MA-ingur og hugsjónamaður, hins vegar Bumbulíus Bumbuson byltingarsinni.
Ætli maður fari ekki bráðum að skipta tenglunum upp eftir pólitískum skoðunum bloggara, þannig að þeir vinstrisinnuðu verði vinstra megin en íhaldsmennirnir hægra megin?
Hvað þá með miðjumoðið? Ég þekki, sem betur fer, enga frammara en hvað um sammarana? Ætli þeir endi ekki uppi og niðri og þar í miðju...
Ætli maður fari ekki bráðum að skipta tenglunum upp eftir pólitískum skoðunum bloggara, þannig að þeir vinstrisinnuðu verði vinstra megin en íhaldsmennirnir hægra megin?
Hvað þá með miðjumoðið? Ég þekki, sem betur fer, enga frammara en hvað um sammarana? Ætli þeir endi ekki uppi og niðri og þar í miðju...
fimmtudagur, 6. mars 2003
Herra Muzak hittir naglann á höfuðið. Færslan er óborganlega fyndin en um leið grátlega raunveruleg...
Blogger.com er í tómu tjóni, vill ekki birta nýjustu breytingarnar mínar á „templeitinu“. Nýir tenglar (Glasnost, Björkin og Steindór) eru ýmist inni eða úti og virðist hending ein ráða því hvort er. Auk þess hef ég greinilega fiktað aðeins of mikið í „arkívunum“ og hafa þær gefist upp í kjölfarið á því. Ef e-r veit hvað er í gangi eða treystir sér til að hjálpa mér væri það ákaflega vel þegið.
miðvikudagur, 5. mars 2003
Umsjónarmenn Kastljóssins eru snjallasta fólk landsins.
Í kvöld tóku þau Sigmar og Eva María ágengt viðtal við Steingrím J. Sigfússon, formann vinstri-grænna. Sigmar sýndi t.a.m. fram á að Vinstri-hreyfingin hlyti bókstaflega að vera vinstriflokkur, annað kæmi vart til greina, og taldi upp nokkur áhersluatriði flokksins, svona til að sanna mál sitt. Á meðan fletti Eva María ofan af málefnaleysunni hjá hreyfingunni og benti þar á málflutning Steingríms Joðs á Alþingi í gær. Þar hraunaði hann víst yfir Framsóknarflokkinn og var alveg yfirgengilega ómálefnalegur. Þetta sýnir að Steingrímur er ekki allur þar sem hann er séður og getur maður hér eftir búist við hverju sem er frá honum.
Maður vill sjá meira af svona gæðafréttamennsku, þar sem viðmælendurnir eru ekki látnir komast upp með neitt rugl. Þessi þáttur í kvöld sannar enn og aftur að umsjónarmenn Kastljóssins eru langfremstir á sínu sviði.
Í kvöld tóku þau Sigmar og Eva María ágengt viðtal við Steingrím J. Sigfússon, formann vinstri-grænna. Sigmar sýndi t.a.m. fram á að Vinstri-hreyfingin hlyti bókstaflega að vera vinstriflokkur, annað kæmi vart til greina, og taldi upp nokkur áhersluatriði flokksins, svona til að sanna mál sitt. Á meðan fletti Eva María ofan af málefnaleysunni hjá hreyfingunni og benti þar á málflutning Steingríms Joðs á Alþingi í gær. Þar hraunaði hann víst yfir Framsóknarflokkinn og var alveg yfirgengilega ómálefnalegur. Þetta sýnir að Steingrímur er ekki allur þar sem hann er séður og getur maður hér eftir búist við hverju sem er frá honum.
Maður vill sjá meira af svona gæðafréttamennsku, þar sem viðmælendurnir eru ekki látnir komast upp með neitt rugl. Þessi þáttur í kvöld sannar enn og aftur að umsjónarmenn Kastljóssins eru langfremstir á sínu sviði.
Ég hef bætt þremur tenglum við listann hér til vinstri.
Ber þar fyrst að nefna Glasnost, sem er vinstrisinnað vefrit fjögurra snilldarbloggara og mín. Mun þar verða fjallað um pólitísk málefni líðandi stundar á óvæginn hátt. Hvet ég alla til að líta þar inn sem oftast og má jafnvel vera að e-ð berist þangað frá mér.
Svo bætti ég við bloggurunum Björk og Steindóri sem eru báðir í MR (bloggararnir, þ.e.). Þau eru kúl.
Ber þar fyrst að nefna Glasnost, sem er vinstrisinnað vefrit fjögurra snilldarbloggara og mín. Mun þar verða fjallað um pólitísk málefni líðandi stundar á óvæginn hátt. Hvet ég alla til að líta þar inn sem oftast og má jafnvel vera að e-ð berist þangað frá mér.
Svo bætti ég við bloggurunum Björk og Steindóri sem eru báðir í MR (bloggararnir, þ.e.). Þau eru kúl.
þriðjudagur, 4. mars 2003
Netpróf UVG er snilld!
Þú ert Össur Skarphéðinsson!:
Þú ert formaður en samt ekki. Þú ert
með - eða á móti. Þú opnar munninn og flokkurinn þinn minnkar. Kannski
hentar fiskilíffræði þér betur en stjórnmál?
Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið

Þú ert Össur Skarphéðinsson!:
Þú ert formaður en samt ekki. Þú ert
með - eða á móti. Þú opnar munninn og flokkurinn þinn minnkar. Kannski
hentar fiskilíffræði þér betur en stjórnmál?
Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið
Samfylkingin er í hróplegri mótsögn við sjálfa sig þegar spurningunni um þjóðaratkvæðagreiðslu er velt upp. Hún vill að ákvæði verði sett inn í stjórnarskrá sem auðveldi þjóðinni að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um hin ýmsu mál. Á sama tíma vill hún ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun á þeirri forsendu að það sé „orðið of seint“. Meinið er að ríkisstjórnin (og já-flokkurinn Samfylkingin með henni) er búin að keyra Kárahnjúkamálið í gegn á slíkum hraða að manni blöskrar. Fólk hefur einfaldlega ekki fengið tíma til að átta sig á umfangi málsins.
Mergur málsins er sá að Samfylkingin styður framkvæmdirnar. Þess vegna vill hún ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Dapurlegt að fólk sem er virkilega á móti mesta umhverfisslysi Íslandssögunnar skuli ætla að greiða götu þessa flokks.
Það er ekki orðið of seint að stöðva Kárahnjúkavirkjun.
Mergur málsins er sá að Samfylkingin styður framkvæmdirnar. Þess vegna vill hún ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Dapurlegt að fólk sem er virkilega á móti mesta umhverfisslysi Íslandssögunnar skuli ætla að greiða götu þessa flokks.
Það er ekki orðið of seint að stöðva Kárahnjúkavirkjun.
sunnudagur, 2. mars 2003
Í gærkvöldi hitti ég e-n mesta töffara landsins, Eymund Magnússon, á góugleði VG. Á skemmtunina voru fjölmargir mættir og þótt ýmsir hafi gert tilkall til titilsins „töffara samkomunnar“ var Eymundur tvímælalaust langsvalastur.
Eymundur fæddist árið 1913 og byrjaði í pólitík snemma á fjórða áratugnum, þá hjá Einari Olgeirs og Brynjólfi Bjarna í Kommúnistaflokknum. Eftir að hafa verið rekinn úr Menntaskólanum í fjórða bekk fyrir pólitík (!) fór hann utan árið 1934. Fyrst lá leiðin til Danmerkur, en síðar dvaldist hann þrjú ár við prentnám í Moskvu. Það var á þeim árum þegar hreinsanir Stalíns innan Kommúnistaflokksins voru að hefjast en þrátt fyrir þær lét hann vel af Sovétdvölinni.
Eymundur ber aldurinn afar vel með sér, þótt ekki sé meira sagt. Hann sagðist hafa þekkt langafa minn, Sverri Thoroddsen, ágætlega enda báðir miklir vinstrimenn. Ég reyndi eftir fremsta megni að toga e-ð upp úr honum um pólitísk hitamál á fyrri hluta aldarinnar. Þegar ég spurði hann um Gúttóslaginn '32 kom í ljós að hann hafði, ásamt nokkrum öðrum menntaskólapiltum, skrópað í skólanum og mætt á staðinn.
Ég hélt ég yrði ekki eldri! Þetta er e-ð það flottasta sem ég hef gert, að tala við mann sem tók þátt í Gúttóslagnum fyrir meira en 70 árum. Þeir eru nú varla margir eftir...
Loks kom í ljós að ég er með dótturdóttur Eymunds í skóla, Steinunni Þyri Þórarinsdóttur. Hún getur þar af leiðandi ekki verið annað en töffari (vissi það svo sem fyrirfram enda er hún góð vinkona Unu töffara).
Eymundur fæddist árið 1913 og byrjaði í pólitík snemma á fjórða áratugnum, þá hjá Einari Olgeirs og Brynjólfi Bjarna í Kommúnistaflokknum. Eftir að hafa verið rekinn úr Menntaskólanum í fjórða bekk fyrir pólitík (!) fór hann utan árið 1934. Fyrst lá leiðin til Danmerkur, en síðar dvaldist hann þrjú ár við prentnám í Moskvu. Það var á þeim árum þegar hreinsanir Stalíns innan Kommúnistaflokksins voru að hefjast en þrátt fyrir þær lét hann vel af Sovétdvölinni.
Eymundur ber aldurinn afar vel með sér, þótt ekki sé meira sagt. Hann sagðist hafa þekkt langafa minn, Sverri Thoroddsen, ágætlega enda báðir miklir vinstrimenn. Ég reyndi eftir fremsta megni að toga e-ð upp úr honum um pólitísk hitamál á fyrri hluta aldarinnar. Þegar ég spurði hann um Gúttóslaginn '32 kom í ljós að hann hafði, ásamt nokkrum öðrum menntaskólapiltum, skrópað í skólanum og mætt á staðinn.
Ég hélt ég yrði ekki eldri! Þetta er e-ð það flottasta sem ég hef gert, að tala við mann sem tók þátt í Gúttóslagnum fyrir meira en 70 árum. Þeir eru nú varla margir eftir...
Loks kom í ljós að ég er með dótturdóttur Eymunds í skóla, Steinunni Þyri Þórarinsdóttur. Hún getur þar af leiðandi ekki verið annað en töffari (vissi það svo sem fyrirfram enda er hún góð vinkona Unu töffara).
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)