laugardagur, 19. mars 2005

Jæja, kallinn lenti í þriðja sæti á úrslitum Músíktilrauna í gærkvöldi. Strákarnir stóðu sig mjög vel og voru vel að þessum árangri komnir. Til hamingju með það.

föstudagur, 18. mars 2005

Jæja, hérna eru tvær greinar, sem ég held að séu ágætis lesning fyrir flestalla:

Aljazeera, rannsóknir Dr. Khalid ash-Shaykhli á árás BNA á Fallúdja

Grein SH á Múrnum um sama mál

Í stuttu máli þá bendir allt til þess að Bandaríkjamenn hafi notað sinnepsgas, taugagas og napalm í árásinni á Fallúdja.

sunnudagur, 13. mars 2005

Æ, djöfull er myndin The Doors léleg. Það er allt svo ömurlegt og hræðilegt í myndinni, ekkert nema dóp, fyllerí og ríðingar. Hvert tækifæri svo nýtt til að gera Jim Morrison að eins ömurlegum, óalandi og óferjandi róna og hægt er. Maður verður bara þunglyndur af að horfa á þessi ósköp.