Hitapoki, pektólín, ullarsokkar, föðurland, teppi, flóuð mjólk með hunangi, panodíl hot, oxeladín, nefdropar, te, strepsils, bolir, innivera, kakó, tissjú, svefn ...
Nei, það virðist ekkert bíta á þetta ömurlega kvef sem ég er með. Í nótt þróaðist það í nokkurs konar flensu. Þrátt fyrir það leit ég áðan í heimspeki þar sem fjallað var um ofurtöffarana Parmenídes og Zenón frá Eleu. Núna er ég hins vegar kominn heim og ætla upp í rúm. Verð að losna við þetta helvíti.
fimmtudagur, 2. október 2003
Er með í höndunum einhvern albesta austurevrópska geisladisk, sem ég hef heyrt; þennan hérna. Fékk hann lánaðan hjá Fífu, en móðir hennar ku hafa farið til Rúmeníu í sumar.
Þetta eru ekta rúmenskir sígaunar, fantagóðir hljóðfæraleikarar, spilandi á fiðlur, harmonikku, kontrabassa, cimbalom og hvað eina. Ég hef hlustað þó nokkuð á hvers kyns austurevrópska tónlist hjá afa, frá Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgaríu og fyrrum Júgóslavíu, en þetta er líklegast besti heildstæði diskurinn sem ég hef fundið.
Ef einhver hefði hugsanlega áhuga á að fá hann skrifaðan, skyldi hinn sami hafa samband við mig. Mæli sterklega með þessum disk.
Þetta eru ekta rúmenskir sígaunar, fantagóðir hljóðfæraleikarar, spilandi á fiðlur, harmonikku, kontrabassa, cimbalom og hvað eina. Ég hef hlustað þó nokkuð á hvers kyns austurevrópska tónlist hjá afa, frá Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgaríu og fyrrum Júgóslavíu, en þetta er líklegast besti heildstæði diskurinn sem ég hef fundið.
Ef einhver hefði hugsanlega áhuga á að fá hann skrifaðan, skyldi hinn sami hafa samband við mig. Mæli sterklega með þessum disk.
miðvikudagur, 1. október 2003
þriðjudagur, 30. september 2003
Nei, auðvitað var þetta of gott til að vera satt. Það hefur enginn almennilegur sjálfstæðismaður áhuga á stuðningi einhvers vinstribjálfa í svona flottum Heimdallskosningum. Mig hefur bara alltaf langað til að vera með Sigga Kára og Magga Þór í liði. Síðan hringdi enginn í mig, og núna er of seint að skrá sig í flokkinn fyrir morgundaginn. Ég vona bara að e-r sjái aumur á mér og biðji mig að ganga í félagið fyrir kosningarnar að ári.
Annars hef ég nú selt atkvæði mitt hæstbjóðanda í Heimdallskosningunum. Reyndar var ekki mikið um að boðið væri í það, en ég fékk eitt tilboð upp á áttaþúsund krónur, sem ég ákvað að taka. Það er vissulega ívið lægra en uppsett verð en ásættanlegt engu að síður. Ég mun því mæta á morgun klukkan 17 upp í Valhöll og styðja mína fylkingu til sigurs í stjórnarkosningunum.
Atli viðurkenndi loksins í leikfimitíma í gær að það hefði ef til vill ekki verið mjög sniðugt að ganga um með Real Madrid-derhúfu í Barcelona í sumar. Sérstaklega fannst honum það hafa verið óráðið af sér að hafa hana á hausnum þegar við fórum á Camp Nou, en þverhausinn neitaði að taka húfuna niður þar þrátt fyrir grátbænir okkar hinna um það.
Hann þakkaði okkur hins vegar fyrir að hafa hótað að yfirgefa hann ef hann tæki ekki derhúfuna niður þegar við fórum í bæinn á kvöldin. Ég hugsa að hann væri líka staddur núna í duftkeri inni í e-m kletti rétt fyrir utan Barcelona hefðum við ekki gert það. Menn eru nú lamdir í köku fyrir minni ástæðu (jah, eða enga ástæðu ef út í það er farið) niðri í miðbæ Reykjavíkur á kvöldin.
Hann þakkaði okkur hins vegar fyrir að hafa hótað að yfirgefa hann ef hann tæki ekki derhúfuna niður þegar við fórum í bæinn á kvöldin. Ég hugsa að hann væri líka staddur núna í duftkeri inni í e-m kletti rétt fyrir utan Barcelona hefðum við ekki gert það. Menn eru nú lamdir í köku fyrir minni ástæðu (jah, eða enga ástæðu ef út í það er farið) niðri í miðbæ Reykjavíkur á kvöldin.
mánudagur, 29. september 2003
Sögnin „að snappa“ er vandmeðfarnari en halda mætti. Ég lenti í löngu rifrildi við Sverri bróður áðan um fallstýringu hennar og bar mikið í milli.
Sverrir taldi „snappa“ taka með sér forsetninguna „á“ og þolfall (þ.e. „að snappa á einhvern“, sbr. „Karl snappaði á Guðmund“) á meðan ég taldi hana frekar taka forsetninguna „á“ og þágufall („að snappa á einhverjum“, eins og „Snæbjörn snappaði á Eyjólfi“). Sverrir sagðist nefnilega hafa þá tilfinningu að snappa fæli í sér e-n ákveðinn verknað, líkt og sagnirnar „að öskra (á e-n)“ eða „að æpa (á e-n)“, en ég tel hana einmitt frekar fela í sér ástand. Af sama toga væru þá sagnirnar „að klikkast (á e-m)“ og „að brjálast (á e-m)“. Þær lýsa ekki einum ákveðnum verknaði heldur í raun nokkurs konar lokapunkti á ferli, þ.e. þegar einhver er búinn að vera pirrandi í langan tíma og annar þolir það einfaldlega ekki lengur og klikkast (eða sturlast, eða snappar). Það sést kannski á því að verknaðurinn sem felst í sögnunum er ekki alveg ljós, því hvað felst nákvæmlega í því „að klikkast“ eða „að snappa“? Að öskra eða æpa á e-n er hins vegar ákveðinn verknaður, þótt útfærslunar séu vissulega margar.
En þetta er auðvitað engan veginn skothelt og að miklu leyti byggt á tilfinningu. Til dæmis má benda á það að hinar sagnirnar sem ég nefni eru í miðmynd (klikkast, brjálast, sturlast) en að snappa er varla hægt að nota í þeirri mynd þótt mér finnist hún hafa miðmyndarmerkingu. Þær sagnir sem ég man eftir og taka forsetninguna „á“ og þolfall merkja hins vegar allar að gefa frá sér hljóð í e-i mynd, t.d. hrópa, kalla, öskra, æpa, hía og baula. En auðvitað veit ég nákvæmlega ekkert um þetta, er bara að reyna að finna e-t kerfi út úr þessu mér til gamans.
Nú gæti jafnvel verið gaman að lesa skoðanir annarra á málinu, hvort sem þær eru e-ð sérstaklega rökstuddar eður ei.
Sverrir taldi „snappa“ taka með sér forsetninguna „á“ og þolfall (þ.e. „að snappa á einhvern“, sbr. „Karl snappaði á Guðmund“) á meðan ég taldi hana frekar taka forsetninguna „á“ og þágufall („að snappa á einhverjum“, eins og „Snæbjörn snappaði á Eyjólfi“). Sverrir sagðist nefnilega hafa þá tilfinningu að snappa fæli í sér e-n ákveðinn verknað, líkt og sagnirnar „að öskra (á e-n)“ eða „að æpa (á e-n)“, en ég tel hana einmitt frekar fela í sér ástand. Af sama toga væru þá sagnirnar „að klikkast (á e-m)“ og „að brjálast (á e-m)“. Þær lýsa ekki einum ákveðnum verknaði heldur í raun nokkurs konar lokapunkti á ferli, þ.e. þegar einhver er búinn að vera pirrandi í langan tíma og annar þolir það einfaldlega ekki lengur og klikkast (eða sturlast, eða snappar). Það sést kannski á því að verknaðurinn sem felst í sögnunum er ekki alveg ljós, því hvað felst nákvæmlega í því „að klikkast“ eða „að snappa“? Að öskra eða æpa á e-n er hins vegar ákveðinn verknaður, þótt útfærslunar séu vissulega margar.
En þetta er auðvitað engan veginn skothelt og að miklu leyti byggt á tilfinningu. Til dæmis má benda á það að hinar sagnirnar sem ég nefni eru í miðmynd (klikkast, brjálast, sturlast) en að snappa er varla hægt að nota í þeirri mynd þótt mér finnist hún hafa miðmyndarmerkingu. Þær sagnir sem ég man eftir og taka forsetninguna „á“ og þolfall merkja hins vegar allar að gefa frá sér hljóð í e-i mynd, t.d. hrópa, kalla, öskra, æpa, hía og baula. En auðvitað veit ég nákvæmlega ekkert um þetta, er bara að reyna að finna e-t kerfi út úr þessu mér til gamans.
Nú gæti jafnvel verið gaman að lesa skoðanir annarra á málinu, hvort sem þær eru e-ð sérstaklega rökstuddar eður ei.
sunnudagur, 28. september 2003
Kosningar í Heimdall eru víst á miðvikudaginn. Tveir útsendarar einhverra frambjóðenda, sem ég kann ekki að nefna, hafa þegar spurt mig hvort ég sé ekki til í að koma og kjósa þá.
Jú, reyndar er ég meira en lítið til í það. Og eins og gefur að skilja hef ég í því sambandi mikið velt því fyrir mér hvert gangverð atkvæðis í Heimsdallskosningum er. Eftir þónokkrar fyrirspurnir hef ég komist að því að það er e-s staðar í kringum ellefuþúsund kallinn og býð ég því atkvæðið mitt hér með til sölu á tíuþúsund krónur, sem er jafnvel eilítið undir gangverði markaðarins.
Fyrir tíuþúsundkall skal ég því skrá mig í Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík, mæta upp í Valhöll á kosningadaginn og kjósa það framboð sem hefur keypt atkvæðið mitt.
Jú, reyndar er ég meira en lítið til í það. Og eins og gefur að skilja hef ég í því sambandi mikið velt því fyrir mér hvert gangverð atkvæðis í Heimsdallskosningum er. Eftir þónokkrar fyrirspurnir hef ég komist að því að það er e-s staðar í kringum ellefuþúsund kallinn og býð ég því atkvæðið mitt hér með til sölu á tíuþúsund krónur, sem er jafnvel eilítið undir gangverði markaðarins.
Fyrir tíuþúsundkall skal ég því skrá mig í Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík, mæta upp í Valhöll á kosningadaginn og kjósa það framboð sem hefur keypt atkvæðið mitt.
Ætla að óska þessari stelpu til hamingju með árangurinn. Auðvitað þurfti hún ekkert að æfa Händel nema í tvær vikur þótt aðrir hafi örugglega verið búnir að æfa sín inntökuprófsstykki í allt sumar.
Jæja, Doddi?
Myndir þú sem sagt afneita vesturbæjarfíflunum ef þau féllu um deild? Það er svo sem alveg eftir áhangendum þess ömurlega félagsskapar. Ég man ekki betur en stuðningsmennirnir hafi hætt að mæta á leiki í frostaskjólinu hér um árið vegna þess að það hafi gengið svo illa. Þeir örfáu sem mættu gerðu síðan lítið annað en að púa á sína eigin menn.
Nei, þú getur auðvitað ekki yfirfært það sem á við kr-inga yfir á stuðningsmenn annarra liða. Af öllum liðum á þetta síst við Valsmenn. Þótt ég hafi reyndar hugsað mér að fara að skipta bakgrunninum út þá er ég hættur við það núna. Ætla ekki að skipta um bakgrunn fyrr en í fyrsta lagi um miðjan október úr þessu.
Myndir þú sem sagt afneita vesturbæjarfíflunum ef þau féllu um deild? Það er svo sem alveg eftir áhangendum þess ömurlega félagsskapar. Ég man ekki betur en stuðningsmennirnir hafi hætt að mæta á leiki í frostaskjólinu hér um árið vegna þess að það hafi gengið svo illa. Þeir örfáu sem mættu gerðu síðan lítið annað en að púa á sína eigin menn.
Nei, þú getur auðvitað ekki yfirfært það sem á við kr-inga yfir á stuðningsmenn annarra liða. Af öllum liðum á þetta síst við Valsmenn. Þótt ég hafi reyndar hugsað mér að fara að skipta bakgrunninum út þá er ég hættur við það núna. Ætla ekki að skipta um bakgrunn fyrr en í fyrsta lagi um miðjan október úr þessu.
Gerði þau slæmu mistök að byrja að lesa viðtalið við Valgerði Sverrisdóttur í sunnudagsfréttablaðinu. Á núna vart orð til að lýsa reiði minni yfir framgöngu þessarar konu. Þegar Álgerðurin sjálf er farin að tala um nauðsyn þess að vernda hálendið og að Íslendingar muni aldrei virkja allt sem hægt er að virkja (?!) vegna umhverfissjónarmiða er flokið í flest skjól.
Ég held ég sleppi því að skrifa það sem ég hugsa um iðnaðarráðherra á þessari stundu.
Ég held ég sleppi því að skrifa það sem ég hugsa um iðnaðarráðherra á þessari stundu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)