Ó, já, nú fer að styttast í mig. Eftir endalaust hringl með brottfarardag er það ljóst að ég kem á mánudaginn. Vona að ég þurfi bara ekkert að fara aftur.
þriðjudagur, 14. desember 2004
Var seint á ferðinni í gærkvöldi. Hjálpaði fullum Japana við að falsa strætóstimpil. Bílstjórinn á næturstrætóinum mínum stoppaði allt í einu á miðri Nørrebro og fékk kebab sendan til sín úr kebabstað hinum megin við götuna. Ég var ekkert að tékka á því hvort hann hefði étið matinn undir stýri.