laugardagur, 6. mars 2004

Hér má sjá vefsíðu stelpu sem býr rétt hjá Tsjernóbíl. Hún stundar þar mótorhjólareiðar af miklum móð og fer þá gjarnan inn á „lokaða svæðið“ kringum kjarnorkuverið. Á síðunni birtir hún fjölmargar merkilegar myndir af þessu svæði, t.a.m. myndir af fyrrum 50.000 manna bæ sem yfirgefinn var í snarhasti þegar geislunarskýið lagðist yfir hann. Allt er nákvæmlega eins og skilið var við það. Myndirnar eru sumar hverjar afar óhugnalegar en um leið magnþrungnar. Við lestur á síðunni öðlast maður einnig meiri skilning á eðli geislunarinnar sem losnaði við slysið, hún er til að mynda lítil á malbikuðum vegum en um leið og gengið er yfir á grasið við vegina fjórfaldast geislunarmagnið.